Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 15:54 Mótmælendur í miðborg Minsk í gær halda uppi hvítum og rauðum fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/STRINGER Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00
Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31
Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26