Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 16:48 Lögreglan hefur handtekið hátt í hundrað mótmælendur sem hafa mótmælt frestun þingkosninga í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag en þeim hefur verið frestað um ár, sem gengur þvert á stjórnarskrá sjálfstjórnarhéraðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15
Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23
Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38