Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 20:15 Hjónin Sigurjón Hólm og Arna María hafa glímt við afleiðingar Covid19 í sex mánuði. Þau freista þess að taka þátt í hópmálsókn á hendur austurríska ríkinu. Baldur Hrafnkell Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20