Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2020 18:01 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34