Ísland gæti orðið fyrst til að virkja rakningarkerfi Apple og Google Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 13:30 Svona lítur kerfið út á iOS-símum og Android-símum. Mynd/Apple/Google Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til þess að virkja smitrakningu vegna Covid-19 í gegnum Bluetooth-tækni Apple og Google sem verið er að kynna til sögunnar. Gangi allt að óskum gæti virknin verið komið í loftið hér á landi innan tveggja til þriggja vikna. Í nýjasta uppfærslu á snjallsímastýrikerfi Apple, iOS 13.7, er opnað á svokallaðar Exposure Notifications. Ef það er virkjað virkar það þannig að síminn nemur tengingu við aðra nálæga síma í gegnum Bluetooth, og geymir í fjórtán daga. Ef upp kemur smit hjá tilteknum einstaklingi er því hægt að senda boð í gegnum þetta kerfi á alla síma sem hafa virkjað þetta kerfi og voru í nálægð við þann sem er smitaður. Ekkert ríki hefur þó tekið þetta kerfi í gagnið, en það eru heilbrigðisyfirvöld í hverju landi fyrir sig sem stýra ferðinni. Skýringarmyndband frá Google um hvernig tæknin virkar, auk þess sem að nánari útlistun má nálgast hér. Hér á landi er það embætti landlæknis og Ingi Steinar Ingason teymisstjóri hjá embættinu, ræddi stöðu mála hvað varðar þessa virkni hér á landi í Reykjavík síðdegis á dögunum. Þar hefur vinna staðið yfir að undanförnu að koma þessari virkni í gagnið. „Þetta er allt svona að byrja að smella sem við erum að vonast til þess að geti hjálpað okkur í rakningunni, þessi Bluetooth-lausn sem við höfum beðið spenntir eftir frá því í vor,“ sagði Ingi. Hjálpar til við rakninguna Áfram verður mikilvægt að láta rakningarappið Raknig C-19 malla í símanum en Ingi segir að þessi nýja virkni muni auðvelda smitrakningu þegar upp koma smit, því að þarna sé hægt að ná til fleiri en áður af þeim sem mögulega hafa komist í tæri við smitaða einstaklinga. „Það sem þessi Bluetooth-virkni mun hjálpa okkur við eru þeir sem þú þekkir ekki og hefur verið að umgangast. Kannski verið í bíói í næstu sætaröð eða farið á veitingastað eða í líkamsrækt eða eitthvað slíkt, sem þú hefur ekki hugmynd um og getur þar með ekki sagt rakningarteyminu hverjir eru,“ sagði Ingi. Verið er að finna út úr því hvernig hægt sé að prófa virknina áður en hún fer í almenna dreifingu. „Við vorum einmitt að ræða það á fundi með Apple áðan hvernig við getum prófað þetta án þess að setja þetta í alla síma á Íslandi, það er virkjað þetta hjá öllum. Við verðum væntanlega ef við förum í þetta núna strax, þá verðum við væntanlega fyrsta landið sem mun virkja þetta,“ sagði Ingi sem á von á því að ef allt gangi vel geti virknin verið í boði hér á landi eftir tvær til þrjár vikur. Telur að Apple og Google hafi gert virknina eins persónuverndarvæna og hægt er Líkt og með rakningarappið á sínum tíma vakna upp spurningar um persónuvernd og segir Ingi að stofnunin Persónuvernd sé með í ferlinu, enda sé það ekki vilji embætti landlæknis að gera eitthvað sem orki tvímælis í þeim efnum. Hann telur hins vegar að Apple og Google hafi stigið stór skref til að tryggja persónuvernd þeirra sem notast við tæknina. „Ég held að Apple og Google séu búin að gera allt sem hægt er til þess að gera þetta eins persónuverndarvænt og mögulegt er. Þeir hafa gengið mjög langt í því en það er líka vegna þess að það eru lönd sem eru kannski ekki alveg eins persónuverndarvæn og við, þar sem þeir eru hræddir um að það sé hægt að misnota þessa virkni,“ sagði Ingi. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvað gerist nú þegar reynt er að kveikja á virkninni í iPhone síma frá Apple. „Ég held að Apple og Google séu búin að gera allt sem hægt er til þess að gera þetta eins persónuverndarvænt og mögulegt er. Þeir hafa gengið mjög langt í því en það er líka vegna þess að það eru lönd sem eru kannski ekki alveg eins persónuverndarvæn og við, þar sem þeir eru hræddir um að það sé hægt að misnota þessa virkni,“ sagði Ingi. Engin gögn fari til þessarra bandarísku tæknirisa. „Nei, það sem sagt er alveg skýrt í þessu sem þeir eru að gera að við setjum upp vefþjóna sem þetta kerfi mun tala við í stýrikerfinu beint, en það safnast engar upplýsingar á vegum Apple.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Apple Google Tækni Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til þess að virkja smitrakningu vegna Covid-19 í gegnum Bluetooth-tækni Apple og Google sem verið er að kynna til sögunnar. Gangi allt að óskum gæti virknin verið komið í loftið hér á landi innan tveggja til þriggja vikna. Í nýjasta uppfærslu á snjallsímastýrikerfi Apple, iOS 13.7, er opnað á svokallaðar Exposure Notifications. Ef það er virkjað virkar það þannig að síminn nemur tengingu við aðra nálæga síma í gegnum Bluetooth, og geymir í fjórtán daga. Ef upp kemur smit hjá tilteknum einstaklingi er því hægt að senda boð í gegnum þetta kerfi á alla síma sem hafa virkjað þetta kerfi og voru í nálægð við þann sem er smitaður. Ekkert ríki hefur þó tekið þetta kerfi í gagnið, en það eru heilbrigðisyfirvöld í hverju landi fyrir sig sem stýra ferðinni. Skýringarmyndband frá Google um hvernig tæknin virkar, auk þess sem að nánari útlistun má nálgast hér. Hér á landi er það embætti landlæknis og Ingi Steinar Ingason teymisstjóri hjá embættinu, ræddi stöðu mála hvað varðar þessa virkni hér á landi í Reykjavík síðdegis á dögunum. Þar hefur vinna staðið yfir að undanförnu að koma þessari virkni í gagnið. „Þetta er allt svona að byrja að smella sem við erum að vonast til þess að geti hjálpað okkur í rakningunni, þessi Bluetooth-lausn sem við höfum beðið spenntir eftir frá því í vor,“ sagði Ingi. Hjálpar til við rakninguna Áfram verður mikilvægt að láta rakningarappið Raknig C-19 malla í símanum en Ingi segir að þessi nýja virkni muni auðvelda smitrakningu þegar upp koma smit, því að þarna sé hægt að ná til fleiri en áður af þeim sem mögulega hafa komist í tæri við smitaða einstaklinga. „Það sem þessi Bluetooth-virkni mun hjálpa okkur við eru þeir sem þú þekkir ekki og hefur verið að umgangast. Kannski verið í bíói í næstu sætaröð eða farið á veitingastað eða í líkamsrækt eða eitthvað slíkt, sem þú hefur ekki hugmynd um og getur þar með ekki sagt rakningarteyminu hverjir eru,“ sagði Ingi. Verið er að finna út úr því hvernig hægt sé að prófa virknina áður en hún fer í almenna dreifingu. „Við vorum einmitt að ræða það á fundi með Apple áðan hvernig við getum prófað þetta án þess að setja þetta í alla síma á Íslandi, það er virkjað þetta hjá öllum. Við verðum væntanlega ef við förum í þetta núna strax, þá verðum við væntanlega fyrsta landið sem mun virkja þetta,“ sagði Ingi sem á von á því að ef allt gangi vel geti virknin verið í boði hér á landi eftir tvær til þrjár vikur. Telur að Apple og Google hafi gert virknina eins persónuverndarvæna og hægt er Líkt og með rakningarappið á sínum tíma vakna upp spurningar um persónuvernd og segir Ingi að stofnunin Persónuvernd sé með í ferlinu, enda sé það ekki vilji embætti landlæknis að gera eitthvað sem orki tvímælis í þeim efnum. Hann telur hins vegar að Apple og Google hafi stigið stór skref til að tryggja persónuvernd þeirra sem notast við tæknina. „Ég held að Apple og Google séu búin að gera allt sem hægt er til þess að gera þetta eins persónuverndarvænt og mögulegt er. Þeir hafa gengið mjög langt í því en það er líka vegna þess að það eru lönd sem eru kannski ekki alveg eins persónuverndarvæn og við, þar sem þeir eru hræddir um að það sé hægt að misnota þessa virkni,“ sagði Ingi. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvað gerist nú þegar reynt er að kveikja á virkninni í iPhone síma frá Apple. „Ég held að Apple og Google séu búin að gera allt sem hægt er til þess að gera þetta eins persónuverndarvænt og mögulegt er. Þeir hafa gengið mjög langt í því en það er líka vegna þess að það eru lönd sem eru kannski ekki alveg eins persónuverndarvæn og við, þar sem þeir eru hræddir um að það sé hægt að misnota þessa virkni,“ sagði Ingi. Engin gögn fari til þessarra bandarísku tæknirisa. „Nei, það sem sagt er alveg skýrt í þessu sem þeir eru að gera að við setjum upp vefþjóna sem þetta kerfi mun tala við í stýrikerfinu beint, en það safnast engar upplýsingar á vegum Apple.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Apple Google Tækni Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira