„Vinnuveitandinn var byrjaður að fylgjast með í síðustu keppni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 15:30 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira