Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 15:28 Johnson í fyrirspurnatíma á breska þinginu í dag. Útspil hans með einhliða breytingum á útgöngusamningi við ESB sem Bretar hafa þegar samþykkt er talið pólitískt eldfimt. Útlit er fyrir harðar deilur á milli Breta og ESB á næstunni. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02