Halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2020 12:51 Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira