Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 14:49 Ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað verulega undanfarnar vikur eftir að seinni bylgja kórónuveirufaraldursins fór í gang með fylgjandi takmörkunum. Vísir/Vilhelm Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira