Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 19:30 Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. Þingmaður Samfylkingarinnar vonar að ráðherra hlusti á vilja almennings og bregðist við. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sumarið 2018. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastafi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Útlendingastofnun synjaði umsókninni ári síðar þar sem þau voru ekki talin vera i hættu í heimalandinu. Sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála um fjórum mánuðum síðar. Nú eru liðnir rúmlega 25 mánuðir og fjölskyldan er enn hér á landi. Til stendur að vísa þeim úr landi næsta miðvikudag. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. „Þetta er auðvitað óásættanlegur tími og það þarf að breyta lögum og tryggja fólki sem hefur dvalið á landinu svona lengi einhver réttindi til að dvelja hér löglega,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hafi ítrekað bent á að eðlilegast sé að líta til heildardvalartíma þegar tímafrestir málsmeðferðar eru skoðaðir en ekki á þann tíma sem mál er til meðferðar hjá stofnunum líkt og gert er í dag. „Miklu frekar heldur en tímann frá því lögð er fram umsókn og þangað til kemur niðurstaða á blaði því sérstaklega fyrir börn hefur það ekki mikla þýðingu heldur skiptir máli hversu lengi þú ert hér raunverulega og byggir upp þitt líf hér,“ segir Guðríður. „Þetta samræmist ekki Barnasáttmála Sameiðuþjóðanna að það sé farið svona með börn að þau séu rifin upp eftir að hafa komist í skjól og verið í tvö ár“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að fólki standi til boða að ferðast aftur til heimalands sér að kostnaðarlausu. Sé þeirri aðstoð hafnað sé málinu vísað til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Undirbúningur fylgdarinnar til Egyptalands hafi tekið langan tíma, og við slíkan undirbuning geti samstarfsvilji og sá tími sem það tekur að afla ferðaskilríkja frá stjórnvöldum í heimaríki haft mikil áhrif. „Það er auðvitað verið að framkvæma brottvísanir mjög reglulega þar sem fólk vill ekki fara. Þannig það er nú auðvitað þegar gert að fólk sé flutt nauðugt úr landi,“ segir Guðríður. Guðmundur hefur óskað eftir fundi í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins og er sá fundur á þriðjudag. Þá vonast hann til að ráðherra hlusti á vilja almennings. „Ég held að við þurfum ekkert að fara í grafgötur um það hvert almenningsálit er í þessum málum,“ segir Guðmundur. Segist ekki mega stíga inn í einstök mál Í yfirlýsingu frá Áslaugur Örnu til fréttastofu segir að ráðherra hafi ekki heimild til að stíga inn í einstök mál. Til að koma í veg fyrir að slíkar ákvarðanir væru hjá ráðherra hafi kærunefnd útlendingamála, sem er sjálfstæður úrskurðaraðili, verðið sett á laggirnar. Ráðherra hafi breytt reglum áður Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir bagalegt að ráðherra ætli að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti. Hún fari fyrir málaflokknum og orðið ráðherra komi 105 sinnum fyrir í lögum um útlendinga. „Ráðherra getur breytt reglugerðum og það á auðvitað við um hana og það gerði hún sjálf fyrr á þessu ári. Hún breytti reglugerð 540 2017, með tilliti til málsmeðferðartíma. Það getur hún gert aftur,“ segir Magnús. Hann segir það ekki eingöngu snúa að þessu máli heldur öðrum sambærilegum málum svo gætt sé að jafnræðisreglu. Hún gildi um alla í sambærilegri stöðu. „Þetta getur hún og það er enginn sem stöðvar hana, nema hún sjálf.“ 6.500 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist er að fjölskyldunni verði ekki vikið úr landi. Magnús sagði það hafa mikil áhrif. Það hafi sýnt sig að þar sem almenningur komi fram og mótmæli einhverju sem hann vill ekki sjá. „Hinn venjulegi Íslendingur, meirihluti Íslendinga, vill ekki sjá þessum börnum brottvísað með þeim hætti sem gert er, þegar þau hafa hér aðlagast. Það hefur riðið baggamuninn í mörgum málum af þessu tagi á síðustu árum.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. Þingmaður Samfylkingarinnar vonar að ráðherra hlusti á vilja almennings og bregðist við. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sumarið 2018. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastafi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Útlendingastofnun synjaði umsókninni ári síðar þar sem þau voru ekki talin vera i hættu í heimalandinu. Sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála um fjórum mánuðum síðar. Nú eru liðnir rúmlega 25 mánuðir og fjölskyldan er enn hér á landi. Til stendur að vísa þeim úr landi næsta miðvikudag. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. „Þetta er auðvitað óásættanlegur tími og það þarf að breyta lögum og tryggja fólki sem hefur dvalið á landinu svona lengi einhver réttindi til að dvelja hér löglega,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hafi ítrekað bent á að eðlilegast sé að líta til heildardvalartíma þegar tímafrestir málsmeðferðar eru skoðaðir en ekki á þann tíma sem mál er til meðferðar hjá stofnunum líkt og gert er í dag. „Miklu frekar heldur en tímann frá því lögð er fram umsókn og þangað til kemur niðurstaða á blaði því sérstaklega fyrir börn hefur það ekki mikla þýðingu heldur skiptir máli hversu lengi þú ert hér raunverulega og byggir upp þitt líf hér,“ segir Guðríður. „Þetta samræmist ekki Barnasáttmála Sameiðuþjóðanna að það sé farið svona með börn að þau séu rifin upp eftir að hafa komist í skjól og verið í tvö ár“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að fólki standi til boða að ferðast aftur til heimalands sér að kostnaðarlausu. Sé þeirri aðstoð hafnað sé málinu vísað til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Undirbúningur fylgdarinnar til Egyptalands hafi tekið langan tíma, og við slíkan undirbuning geti samstarfsvilji og sá tími sem það tekur að afla ferðaskilríkja frá stjórnvöldum í heimaríki haft mikil áhrif. „Það er auðvitað verið að framkvæma brottvísanir mjög reglulega þar sem fólk vill ekki fara. Þannig það er nú auðvitað þegar gert að fólk sé flutt nauðugt úr landi,“ segir Guðríður. Guðmundur hefur óskað eftir fundi í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins og er sá fundur á þriðjudag. Þá vonast hann til að ráðherra hlusti á vilja almennings. „Ég held að við þurfum ekkert að fara í grafgötur um það hvert almenningsálit er í þessum málum,“ segir Guðmundur. Segist ekki mega stíga inn í einstök mál Í yfirlýsingu frá Áslaugur Örnu til fréttastofu segir að ráðherra hafi ekki heimild til að stíga inn í einstök mál. Til að koma í veg fyrir að slíkar ákvarðanir væru hjá ráðherra hafi kærunefnd útlendingamála, sem er sjálfstæður úrskurðaraðili, verðið sett á laggirnar. Ráðherra hafi breytt reglum áður Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir bagalegt að ráðherra ætli að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti. Hún fari fyrir málaflokknum og orðið ráðherra komi 105 sinnum fyrir í lögum um útlendinga. „Ráðherra getur breytt reglugerðum og það á auðvitað við um hana og það gerði hún sjálf fyrr á þessu ári. Hún breytti reglugerð 540 2017, með tilliti til málsmeðferðartíma. Það getur hún gert aftur,“ segir Magnús. Hann segir það ekki eingöngu snúa að þessu máli heldur öðrum sambærilegum málum svo gætt sé að jafnræðisreglu. Hún gildi um alla í sambærilegri stöðu. „Þetta getur hún og það er enginn sem stöðvar hana, nema hún sjálf.“ 6.500 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist er að fjölskyldunni verði ekki vikið úr landi. Magnús sagði það hafa mikil áhrif. Það hafi sýnt sig að þar sem almenningur komi fram og mótmæli einhverju sem hann vill ekki sjá. „Hinn venjulegi Íslendingur, meirihluti Íslendinga, vill ekki sjá þessum börnum brottvísað með þeim hætti sem gert er, þegar þau hafa hér aðlagast. Það hefur riðið baggamuninn í mörgum málum af þessu tagi á síðustu árum.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37