Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 21:04 Ítalskir sjóliðar látnir síga um borð í skipið. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins. Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins.
Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15
Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37