Verða áfram göngugötur til 1. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 13:09 Laugavegurinn hefur verið göngugata í sumar líkt og árin á undan. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið. Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09