Ganga enn út frá því að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira