Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 13:12 Meðlimir sendinefndar Talíbana á opnunarhátíð friðarviðræðnanna við Afganistan í Doha í Katar í morgun. EPA-EFE/STRINGER Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga. Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga.
Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15
Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26