Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 16:58 Áslaug Arna segir að reglugerðum verði ekki breytt vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28
„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55