Horfði bjargarlaus upp á hvalinn drepast í flæðarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 13:26 Hvalurinn lengst til vinstri á mynd var enn á lífi þegar Darja kom aðvífandi. Hinir hvalirnir voru þegar dauðir. Skjáskot Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir. Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir.
Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira