Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 08:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21