KR-ingar vilja undanþágu | „Erum ekki hefðbundnir ferðamenn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:45 Beitir Ólafsson, markvörður KR, skutlar sér hér á eftir boltanum sem tryggði Stjörnunni sigur gegn KR í er liðin mættust í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn var. Vísir/Hulda Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti