„Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 13:03 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/VIlhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05