Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 14:07 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira