Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:35 Víðtæk skimun er nú hafin fyrir kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk erfðagreining skimar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og heilsugæslan skimar í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira