Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 22:58 Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson, kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ. Fyrir aftan sjást gamli og nýi tíminn. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira