Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 13:28 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. „Ég sá Ísland á EM 2017 og tel að þetta sé mjög líkamlega sterkt lið, eins og við. Þetta verður erfiður leikur, mikið um baráttu úti á vellinum, og eins og öll lið er Ísland svo með mjög góða einstaklinga sem við þurfum að gæta sérstaklega,“ sagði Gerhardsson á blaðamannafundi í dag. Svíar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni til þessa, eins og Ísland, nú síðast 8-0 sigur gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag. En Gerhardsson veit að leikurinn á morgun verður mun snúnari. „Íslendingar eru líka sterkir í föstum leikatriðum, bæði vörn og sókn, svo að þó að við höfum skorað sex mörk þannig gegn Ungverjum getum við ekki ætlast til að við fáum mörk í gegnum þau,“ sagði Gerhardsson. Aðspurður um íslensku leikmennina nefndi þjálfarinn sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem leikur með Rosengård í Svíþjóð, og Evrópumeistarann Söru Björk Gunnarsdóttur. „Viggósdóttir er einn besti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hún byrjar sóknirnar með sendingum sínum. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig íslenska liðið verður en vitum að það er reynsla þarna og svo eru ungir leikmenn að koma inn, sem verður að koma í ljós hvort spila. Sara er einn besti leikmaður heims svo við verðum að hafa sérstaklega góðar gætur á henni,“ sagði Gerhardsson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. „Ég sá Ísland á EM 2017 og tel að þetta sé mjög líkamlega sterkt lið, eins og við. Þetta verður erfiður leikur, mikið um baráttu úti á vellinum, og eins og öll lið er Ísland svo með mjög góða einstaklinga sem við þurfum að gæta sérstaklega,“ sagði Gerhardsson á blaðamannafundi í dag. Svíar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni til þessa, eins og Ísland, nú síðast 8-0 sigur gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag. En Gerhardsson veit að leikurinn á morgun verður mun snúnari. „Íslendingar eru líka sterkir í föstum leikatriðum, bæði vörn og sókn, svo að þó að við höfum skorað sex mörk þannig gegn Ungverjum getum við ekki ætlast til að við fáum mörk í gegnum þau,“ sagði Gerhardsson. Aðspurður um íslensku leikmennina nefndi þjálfarinn sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem leikur með Rosengård í Svíþjóð, og Evrópumeistarann Söru Björk Gunnarsdóttur. „Viggósdóttir er einn besti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hún byrjar sóknirnar með sendingum sínum. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig íslenska liðið verður en vitum að það er reynsla þarna og svo eru ungir leikmenn að koma inn, sem verður að koma í ljós hvort spila. Sara er einn besti leikmaður heims svo við verðum að hafa sérstaklega góðar gætur á henni,“ sagði Gerhardsson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira