Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 12:09 Hafísinn á norðurskautinu nær yfirleitt lágmarki eftir sumarylinn í lok september eða byrjun október áður en sólin lækkar á lofti og kólnar í veðri. AP/David Goldman Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC
Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira