Telur ekki að smitum fækki mikið á næstu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 12:56 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir hópi vísindamanna við skólann sem gera spálíkan vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira