Ríkustu Íslendingarnir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. september 2020 16:00 Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun