Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 12:04 Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42
Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20