Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 13:45 Óeirðalögreglumenn í Minsk bera burt mótmælanda í gærkvöldi. Mótmælin brutust út eftir að Lúkasjenkó lét óvænt sverja sig í embætti forseta í gær þrátt fyrir að enn standi harðar deilur um lögmæti úrslita kosninga sem fóru fram í ágúst. AP/TUT.by Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli. Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli.
Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29