Kerfið hafi tilhneigingu til að verjast breytingum en nú sé mál að linni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 16:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Vísir/Stöð 2 „Margir trúðu því ekki að þetta myndi takast. Það er náttúrulega miklu erfiðara að ná svona mörgum staðfestum undirskriftum þar sem fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að komast í gegn heldur en að nota einhverjar opnar síður þar sem fólk getur jafnvel skráð sig oft og svona. En hér er hver einasta undirskrift staðfest frá alvöru kjósanda á Íslandi.“ Þetta sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, um þau tímamót að 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að virða lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu var hún nýstigin úr tannlæknastól en smá fikt og grúsk í tanngarðinum var þó ekki til þess fallið að ræna gleðinni vegna áfangans. „Við erum í hálfgerðu losti. Þetta er svo æðislegt!“ Fjöldi undirskrifta – 25 þúsund undirskriftir – samsvarar um tíu prósentum kosningabærra Íslendinga og er táknræn tala því ef nýja stjórnarskráin hefði þegar tekið gildi gæti fólkið í undirskriftasöfnuninni lagt fram þingmál á Alþingi. „Þetta er táknræn tala að því leyti að hún sýnir algjörlega, svart á hvítu, að Alþingi hefur komið í veg fyrir að fólkið hafi þau völd sem það þarf að hafa til að geta látið til sín taka þegar þarf. Við erum hvergi hætt. Þetta er bara byrjunin, við höfum til 19. október til að safna undirskriftum og nú viljum við bara frá 30 þúsund undirskriftir og halda áfram.“ Sú eina af níu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum sem er hundsuð Að undanförnu hefur nokkuð borið á gagnrýni á hópinn sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá og það verið undirstrikað að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi eingöngu verið ráðgefandi. Katrín telur að fólkið sem berst gegn nýju stjórnarskránni sé upp til hópa íhaldssamt og óttist breytingar. „Það má bæði horfa til okkar eigin lands þar sem við höfum níu stykki þjóðaratkvæðagreiðslur sem allar hafa verið ráðgefandi og þetta er sú eina sem hefur verið hundsuð og það hafa verið lægri þátttökuprósentur og svo framvegis þannig að það engan veginn hægt að halda því fram að þetta sé eðlilegt út frá þeirri forsendu að hún sé ráðgefandi.“ Katrín bendir þá einnig á að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið ráðgefandi. „Við höfum nágrannalönd eins og Bretland þar sem var enn mjórra á mununum í Brexit. Þingið var ekki samþykkt að meirihluta en fór að sjálfsögðu eftir henni af því það má aldrei gleymast í þessu samtali sú stóra mynd að allt valdið kemur frá þjóðinni og þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn. Og um leið og þingið fer að stoppa þetta af og vill ekki hlusta á leiðbeiningar þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu þá erum við komin á svo ofboðslega hálar lýðræðislegar brautir.“ Enginn einn „dr. Evil“ í þinginu heldur tilhneiging kerfis En þrátt fyrir öll þessi fordæmi hafa stjórnvöld ekki virt þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hvers vegna heldur þú að það sé? „Það er oft þannig með svona kerfi eins og við erum með, þar sem fullmikið flokksræði er á kostnað lýðræðislegri forsenda, að það verst breytingum. Kerfi verjast of breytingum. Það er ekkert endilega út af því að þar situr einhver einn „dr. Evil“ og sé að ákveða að stoppa allt af heldur er það bara þannig að fólkið sem kemur inn í kerfin, í þessu tilfelli þingmenn, þeir venjast því að þetta sé kerfið sem vinna skal eftir.“ Íslendingar eigi skilið sinn eigin samfélagssáttmála Katrín segir að það sé gríðarlega mikilvægt að þjóðin fái að eignast sinn eigin samfélagssáttmála. Það gangi ekki að Íslendingar sitji uppi með danska stjórnarskrá. „Við verðum, sem samfélag, að fá þessa stjórnarskrá. Það er svo margt í henni sem myndi breyta hlutum hér til góðs og við getum ekki alltaf verið með einhverjar smá breytingar til og frá og svo kemur næsti flokkur og breytir til baka eftir næstu Alþingiskosningar. Við höfum aldrei fengið okkar eigin stjórnarskrá, við Íslendingar. Við erum enn að burðast með, að grunninum til, þessa dönsku stjórnarskrá sem einhverjir karlar sem eru löngu dauðir í Danmörku skrifuðu. Þó okkur hafi tekist að breyta henni örfáum sinnum þá höfum við aldrei fengið okkar eigin stjórnarskrá og nú er bara mál að linni.“ Frá viðburði Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þann 19. júní, þegar byrjað var að safna undirskriftum.AÐSEND Katrín var spurð hvers vegna konur hafi verið svona áberandi í baráttunni um nýja stjórnarskrá, samanber samtök kvenna um nýja stjórnarskrá. „Ég held að konur séu bara mjög oft þannig að þær hugsi heildstætt og láti til sín taka og elski að berjast án þess að vera í einhverri heift. Sú barátta sem við erum núna í miðjum klíðum í, hún snýst mjög mikið bara um samkennd, gleði, ást og að þykja vænt um okkar samfélag og okkar lýðræði en ekki að hatast við einn né neinn. Þetta er kannski ákveðin orka sem konur tengja auðveldlega við. Svo eru bara mjög margar breytingar í nýju stjórnarskránni sem höfða til kvenna og auðvitað karla líka og ég held það séu bara mjög margar konur sem hafa áttað sig á því að þetta sé bara eitthvað sem þurfi að gerast og þess vegna standa þær svona margar saman um málið“ Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Hafa safnað 25 þúsund undirskriftum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá hafa nú safnað 25 þúsund undirskriftum þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“. 24. september 2020 08:47 Hoppar hæð sína af gleði yfir því að tuttugu þúsund nafna múrinn sé rofinn Tuttugu þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun um lögleiðingu nýju stjórnarskrárinnar. Markmið Stjórnarskrárfélagsins eru tuttugu og fimm þúsund undirskriftir. 14. september 2020 17:52 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Margir trúðu því ekki að þetta myndi takast. Það er náttúrulega miklu erfiðara að ná svona mörgum staðfestum undirskriftum þar sem fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að komast í gegn heldur en að nota einhverjar opnar síður þar sem fólk getur jafnvel skráð sig oft og svona. En hér er hver einasta undirskrift staðfest frá alvöru kjósanda á Íslandi.“ Þetta sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, um þau tímamót að 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að virða lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu var hún nýstigin úr tannlæknastól en smá fikt og grúsk í tanngarðinum var þó ekki til þess fallið að ræna gleðinni vegna áfangans. „Við erum í hálfgerðu losti. Þetta er svo æðislegt!“ Fjöldi undirskrifta – 25 þúsund undirskriftir – samsvarar um tíu prósentum kosningabærra Íslendinga og er táknræn tala því ef nýja stjórnarskráin hefði þegar tekið gildi gæti fólkið í undirskriftasöfnuninni lagt fram þingmál á Alþingi. „Þetta er táknræn tala að því leyti að hún sýnir algjörlega, svart á hvítu, að Alþingi hefur komið í veg fyrir að fólkið hafi þau völd sem það þarf að hafa til að geta látið til sín taka þegar þarf. Við erum hvergi hætt. Þetta er bara byrjunin, við höfum til 19. október til að safna undirskriftum og nú viljum við bara frá 30 þúsund undirskriftir og halda áfram.“ Sú eina af níu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum sem er hundsuð Að undanförnu hefur nokkuð borið á gagnrýni á hópinn sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá og það verið undirstrikað að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi eingöngu verið ráðgefandi. Katrín telur að fólkið sem berst gegn nýju stjórnarskránni sé upp til hópa íhaldssamt og óttist breytingar. „Það má bæði horfa til okkar eigin lands þar sem við höfum níu stykki þjóðaratkvæðagreiðslur sem allar hafa verið ráðgefandi og þetta er sú eina sem hefur verið hundsuð og það hafa verið lægri þátttökuprósentur og svo framvegis þannig að það engan veginn hægt að halda því fram að þetta sé eðlilegt út frá þeirri forsendu að hún sé ráðgefandi.“ Katrín bendir þá einnig á að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið ráðgefandi. „Við höfum nágrannalönd eins og Bretland þar sem var enn mjórra á mununum í Brexit. Þingið var ekki samþykkt að meirihluta en fór að sjálfsögðu eftir henni af því það má aldrei gleymast í þessu samtali sú stóra mynd að allt valdið kemur frá þjóðinni og þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn. Og um leið og þingið fer að stoppa þetta af og vill ekki hlusta á leiðbeiningar þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu þá erum við komin á svo ofboðslega hálar lýðræðislegar brautir.“ Enginn einn „dr. Evil“ í þinginu heldur tilhneiging kerfis En þrátt fyrir öll þessi fordæmi hafa stjórnvöld ekki virt þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hvers vegna heldur þú að það sé? „Það er oft þannig með svona kerfi eins og við erum með, þar sem fullmikið flokksræði er á kostnað lýðræðislegri forsenda, að það verst breytingum. Kerfi verjast of breytingum. Það er ekkert endilega út af því að þar situr einhver einn „dr. Evil“ og sé að ákveða að stoppa allt af heldur er það bara þannig að fólkið sem kemur inn í kerfin, í þessu tilfelli þingmenn, þeir venjast því að þetta sé kerfið sem vinna skal eftir.“ Íslendingar eigi skilið sinn eigin samfélagssáttmála Katrín segir að það sé gríðarlega mikilvægt að þjóðin fái að eignast sinn eigin samfélagssáttmála. Það gangi ekki að Íslendingar sitji uppi með danska stjórnarskrá. „Við verðum, sem samfélag, að fá þessa stjórnarskrá. Það er svo margt í henni sem myndi breyta hlutum hér til góðs og við getum ekki alltaf verið með einhverjar smá breytingar til og frá og svo kemur næsti flokkur og breytir til baka eftir næstu Alþingiskosningar. Við höfum aldrei fengið okkar eigin stjórnarskrá, við Íslendingar. Við erum enn að burðast með, að grunninum til, þessa dönsku stjórnarskrá sem einhverjir karlar sem eru löngu dauðir í Danmörku skrifuðu. Þó okkur hafi tekist að breyta henni örfáum sinnum þá höfum við aldrei fengið okkar eigin stjórnarskrá og nú er bara mál að linni.“ Frá viðburði Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þann 19. júní, þegar byrjað var að safna undirskriftum.AÐSEND Katrín var spurð hvers vegna konur hafi verið svona áberandi í baráttunni um nýja stjórnarskrá, samanber samtök kvenna um nýja stjórnarskrá. „Ég held að konur séu bara mjög oft þannig að þær hugsi heildstætt og láti til sín taka og elski að berjast án þess að vera í einhverri heift. Sú barátta sem við erum núna í miðjum klíðum í, hún snýst mjög mikið bara um samkennd, gleði, ást og að þykja vænt um okkar samfélag og okkar lýðræði en ekki að hatast við einn né neinn. Þetta er kannski ákveðin orka sem konur tengja auðveldlega við. Svo eru bara mjög margar breytingar í nýju stjórnarskránni sem höfða til kvenna og auðvitað karla líka og ég held það séu bara mjög margar konur sem hafa áttað sig á því að þetta sé bara eitthvað sem þurfi að gerast og þess vegna standa þær svona margar saman um málið“
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Hafa safnað 25 þúsund undirskriftum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá hafa nú safnað 25 þúsund undirskriftum þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“. 24. september 2020 08:47 Hoppar hæð sína af gleði yfir því að tuttugu þúsund nafna múrinn sé rofinn Tuttugu þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun um lögleiðingu nýju stjórnarskrárinnar. Markmið Stjórnarskrárfélagsins eru tuttugu og fimm þúsund undirskriftir. 14. september 2020 17:52 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hafa safnað 25 þúsund undirskriftum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá hafa nú safnað 25 þúsund undirskriftum þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“. 24. september 2020 08:47
Hoppar hæð sína af gleði yfir því að tuttugu þúsund nafna múrinn sé rofinn Tuttugu þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun um lögleiðingu nýju stjórnarskrárinnar. Markmið Stjórnarskrárfélagsins eru tuttugu og fimm þúsund undirskriftir. 14. september 2020 17:52