Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 15:47 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu berst við Gaupueldinni svonefnda í síðustu viku. Eldarnir í ár eru enn verri en eldarnir miklu sem geisuðu árið 2018. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00