Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 19:24 Lögreglumenn bera mótmælanda í burtu. EPA-EFE/STR Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29