Landsmenn muni þurfa að viðhafa varúðarráðstafanir næstu mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54
Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13
Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent