Harmar ofnotkun „Kaíró“ kerfisins sem kallað er „Ísland“ í Þýskalandi Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 14:01 Rúnar Sigtryggsson stakk upp á að lið yrðu verðlaunuð fyrir að spara Kaíró-kerfið og sagði mörg önnur kerfi í boði. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars
Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira