Ekki útlit fyrir margar haustlægðir í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 10:18 Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir en það gæti orðið kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars. Veður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars.
Veður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira