Tom Brady lét ekki meira en tuttugu ára aldursmun stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:01 Tom Brady var frábær í sigri Tampa Bay Buccaneers liðsins í gær. AP/Mark LoMoglio Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31 NFL Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
NFL Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn