Væntir þess að hertar aðgerðir taki gildi strax í fyrramálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 18:41 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07
Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33