Telur hlutfall sýktra í samfélaginu lægra en fyrstu niðurstöður gefi til kynna: Bæði afbrigði veirunnar á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 19:16 Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22