Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:30 Anthony Davis og LeBron James í Mamba búningnum í leik tvö sem Lakers vann örugglega. AP/Mark J. Terrill Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn