Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 16:04 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lokunarstyrkirnir nú verði rausnarlegri en í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira