Vika í lífi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2020 15:00 Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun