Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 23:30 Kjósendur í Litháen þurfa að mæta með penna til þessa að geta gert þetta á morgun. Getty Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja. Litháen Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja.
Litháen Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira