Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 11:14 Margrét Sturlaugsdóttir og Birgir þegar gengið var frá ráðningu hennar í ágúst í fyrra. Stjarnan Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. Formaður meistaraflokksráðsins fagnar framtakinu sem þó sé ekki á vegum Stjörnunnar heldur Margrétar þjálfara. Fréttastofu hafa borist ábendingar um ferðina vegna tilmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að fólk á höfuðborgarsvæðinu héldi sig heima nema brýn nauðsyn kræfi. Þá liggur íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti niðri vegna sömu tilmæla. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is Birgir Kaldal Kristmannsson er formaður meistarflokksráðs kvenna. Hann segir engan feluleik í kringum ferð stelpnanna sem sé að hans mati frábært framtak. Alls öryggis sé gætt og engar athugasemdir hafi verið gerðar svo hann viti af lögreglu eða almannavörnum. Ellefu stelpur plús Margrét „Margrét kom með hugmyndina og það var brjálæðislega vel tekið í hana, bæði af foreldrum og leikmönnum,“ segir Birgir. Stærstur hluti meistaraflokksins er á framhaldsskólaaldri þar sem fjarkennsla er víða í gangi þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Hugmyndin hafi verið sett fram sem skólabúðir með æfingaívafi. „Auðvitað eru þær að æfa, þær hafa aðstöðu til þess. Þær eru þarna í góðu yfirlæti í sinni búbblu. Keyrðu á staðinn í einum rikk og eru ekki að hitta neina,“ segir Birgir. Margrét Sturlaugsdóttir þjálfaði Breiðablik áður en hún tók við Stjörnuliðinu.Vísir/Daníel Þór Tólf að meðtöldum Margréti þjálfara hafi lagt upp í ferðina, þær sem áttu þess kost. Engin skylda var að mæta í ferðina og sumir leikmenn áttu ekki heimangengt. Sumir séu enn í grunnskóla og aðrir þurfi að mæta í vinnu. Þá hafi nokkrir verið yfir helgina og þurft að mæta aftur til borgarinnar í dag. Aðrar halda áfram skóla- og æfingabúðum inn í vikuna. „Fyrir utan að þetta eru stelpur í meistaraflokki þá kemur Stjarnan ekkert að þessu. Við erum ekki að borga neitt eða skipuleggja,“ segir Birgir. Stelpurnar og foreldrar þeirra hafi tekið á sig kostnaðinn. Bendir á Þingvallaferðir Hann hafi heyrt af efasemdaröddum um ferðina í ljósi tilmæla lögreglu varðandi íþróttastarf og að fólk héldi sig á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla á Blönduósi hafi sett sig í samband við Margréti þjálfara eftir komuna á Reyki en ekki gert neinar athugasemdir. Þá hafi Margrét verið í einhverju sambandi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fyrir brottför og látið vita af fyrirhugaðri ferð. Að neðan má sjá tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem minnt hefur verið á. • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir. „Ég myndi frekar horfa á fólkið sem fór á Þingvelli, þar sem er hópamyndun,“ segir Birgir. Vísar hann til fjölda fólks í höfuðborginni sem nýtti góða veðrið um helgina og skellti sér í bíltúr. „Þar er alls engin búbbla.“ Hann fagnar framtakinu Margrétar og stelpnanna. „Gæti ekki verið meiri búbbla“ „Persónulega finnst mér þetta bara frábært framtak hjá Margréti að fara með þeim. Ég heyri að foreldrarnir eru himinlifandi með þessa ferð. Þær eru í góðu yfirlæti og atlæti, voru í leikjum, gönguferðum og spila körfubolta. Meira að segja fótbolta líka, og eru núna að læra.“ Allar hafi verið með grímur á leiðinni norður, þær fái máltíð þrisvar á dag á staðnum, hver með sinn sprittbrúsa, sængurföt og handklæði. „Þetta gæti ekki verið meiri búbbla. Ég er ógeðslega ánægður að liðið mitt sé ekki að hitta aðra,“ segir Birgir og vísar til viðvarandi smithættu í samfélaginu - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og nái að halda æfingum gangandi um leið. „Ef það væru fleiri staðir eins og Reykir þá skil ég ekki af hverju fleiri gera þetta ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Stjarnan Garðabær Húnaþing vestra Tengdar fréttir 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. Formaður meistaraflokksráðsins fagnar framtakinu sem þó sé ekki á vegum Stjörnunnar heldur Margrétar þjálfara. Fréttastofu hafa borist ábendingar um ferðina vegna tilmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að fólk á höfuðborgarsvæðinu héldi sig heima nema brýn nauðsyn kræfi. Þá liggur íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti niðri vegna sömu tilmæla. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is Birgir Kaldal Kristmannsson er formaður meistarflokksráðs kvenna. Hann segir engan feluleik í kringum ferð stelpnanna sem sé að hans mati frábært framtak. Alls öryggis sé gætt og engar athugasemdir hafi verið gerðar svo hann viti af lögreglu eða almannavörnum. Ellefu stelpur plús Margrét „Margrét kom með hugmyndina og það var brjálæðislega vel tekið í hana, bæði af foreldrum og leikmönnum,“ segir Birgir. Stærstur hluti meistaraflokksins er á framhaldsskólaaldri þar sem fjarkennsla er víða í gangi þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Hugmyndin hafi verið sett fram sem skólabúðir með æfingaívafi. „Auðvitað eru þær að æfa, þær hafa aðstöðu til þess. Þær eru þarna í góðu yfirlæti í sinni búbblu. Keyrðu á staðinn í einum rikk og eru ekki að hitta neina,“ segir Birgir. Margrét Sturlaugsdóttir þjálfaði Breiðablik áður en hún tók við Stjörnuliðinu.Vísir/Daníel Þór Tólf að meðtöldum Margréti þjálfara hafi lagt upp í ferðina, þær sem áttu þess kost. Engin skylda var að mæta í ferðina og sumir leikmenn áttu ekki heimangengt. Sumir séu enn í grunnskóla og aðrir þurfi að mæta í vinnu. Þá hafi nokkrir verið yfir helgina og þurft að mæta aftur til borgarinnar í dag. Aðrar halda áfram skóla- og æfingabúðum inn í vikuna. „Fyrir utan að þetta eru stelpur í meistaraflokki þá kemur Stjarnan ekkert að þessu. Við erum ekki að borga neitt eða skipuleggja,“ segir Birgir. Stelpurnar og foreldrar þeirra hafi tekið á sig kostnaðinn. Bendir á Þingvallaferðir Hann hafi heyrt af efasemdaröddum um ferðina í ljósi tilmæla lögreglu varðandi íþróttastarf og að fólk héldi sig á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla á Blönduósi hafi sett sig í samband við Margréti þjálfara eftir komuna á Reyki en ekki gert neinar athugasemdir. Þá hafi Margrét verið í einhverju sambandi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fyrir brottför og látið vita af fyrirhugaðri ferð. Að neðan má sjá tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem minnt hefur verið á. • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir. „Ég myndi frekar horfa á fólkið sem fór á Þingvelli, þar sem er hópamyndun,“ segir Birgir. Vísar hann til fjölda fólks í höfuðborginni sem nýtti góða veðrið um helgina og skellti sér í bíltúr. „Þar er alls engin búbbla.“ Hann fagnar framtakinu Margrétar og stelpnanna. „Gæti ekki verið meiri búbbla“ „Persónulega finnst mér þetta bara frábært framtak hjá Margréti að fara með þeim. Ég heyri að foreldrarnir eru himinlifandi með þessa ferð. Þær eru í góðu yfirlæti og atlæti, voru í leikjum, gönguferðum og spila körfubolta. Meira að segja fótbolta líka, og eru núna að læra.“ Allar hafi verið með grímur á leiðinni norður, þær fái máltíð þrisvar á dag á staðnum, hver með sinn sprittbrúsa, sængurföt og handklæði. „Þetta gæti ekki verið meiri búbbla. Ég er ógeðslega ánægður að liðið mitt sé ekki að hitta aðra,“ segir Birgir og vísar til viðvarandi smithættu í samfélaginu - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og nái að halda æfingum gangandi um leið. „Ef það væru fleiri staðir eins og Reykir þá skil ég ekki af hverju fleiri gera þetta ekki.“
• Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Stjarnan Garðabær Húnaþing vestra Tengdar fréttir 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?