Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. október 2020 13:31 Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun