Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 14:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent