Sundlaugar og íþróttahús lokuð á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 21:18 Svona verða allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Vísir/vilhelm Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56