Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 19:30 Eplin hjá Jóni eru einstaklega falleg en hann áætlar að hann nái af trjánum 40 til 50 kíló af eplum í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira