Tom Brady og félagar rassskelltu Aaron Rodgers í uppgjöri risanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 15:01 Tom Brady þakkar Aaron Rodgers fyrir leikinn eftir stórsigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á liði Green Bay Packers. AP/Mark LoMoglio Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10 NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira