Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Líkamsræktarstöðvum var gert að loka í byrjun október. Kórónuveirusmit hafa verið rakin til margra slíkra stöðva, að sögn sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira