Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2020 15:33 Skipverjarnir fóru í sýnatöku í gær. Niðurstöður úr henni bárust í hádeginu í dag. Vísir/Hafþór Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11