Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki styðja hatursorðræðu eða merki sem ýti undir hana með nokkrum hætti í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna fánanna sem sáust á klæðnaði lögreglukonu. Vísir/Vilhelm Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30